Undirbúningur fyrir inntökuferli
Undirbúningsþjálfunin er gerð fyrir þá sem eiga von á eða eru að fara í inntökuferli hjá flugfélögum og vilja auka líkurnar sínar á að landa vinnunni.
Við erum með reynslumikla flugmenn og þjálfunarflugstjóra sem munu leiða þig í gegnum undirbúningsþjálfunina. Undirbúningurinn felur í sér tvær klukkustundur í flughermi þar sem lögð er áhersla á:
-
Handflug
-
Blindflugsæfingar
-
Áhafnarsamstarf eins og ákvörðunartöku, samskipti o.fl.
Innifalið er:
-
Ítarlegt undirbúningsefni fyrir viðeigandi vélartýpu og aðflugskort
-
1 klst. sem PM (pilot monitoring)
-
1 klst. sem PF (pilot flying)
Hægt er að sérsníða hvert og eitt prógram í flugherminum til þess að mæta þörfum hvers og eins. Þjálfunin fer fram í flughermunum í þjálfunarsetri Icelandair í Hafnarfirði en hægt er að nota B737-8 (MAX), B757-200 (FPDS) eða B767-300ER (FPDS).
Hafðu samband við okkur fyrir frekari upplýsingar.