top of page
moritz-mentges-cj2I_KczBvY-unsplash.jpg

Taktu næsta skrefið í átt að draumastarfinu með APS MCC námskeiðinu okkar.

APS MCC námskeið

B737 cockpit
CAE Iceland full flight simulators
Multi Crew Co-operation Course (MCC) námskeið

Með því að bjóða uppá bæði APS MCC í Level-D (FFS) flughermi með reynslumiklum kennurum og þjálfunarflugstjórum, þá tryggjum við að þú fáir þau tól og tæki til þess að vera undurbúin(n) fyrir þær áskoranir sem framundan eru. 

​Við hverju má búast:

 • MCC námskeiðið leggur áherslu á að kenna nýjum flugmönnum á undirstöður áhafnarsamstarfs. Þeir þættir sem eru teknir fyrir eru meðal annars: ákvörðunartaka í ýmsum aðstæðum, samskipti, notkun gátlista og fleira. 

 • Fáðu þjálfun og reynslu í að meðhöndla hinar ýmsu aðstæður sem geta komið upp meðan á flugi stendur, en þær geta verið að ýmsum toga. Sem dæmi má nefna bilanir, erfið verðurskilyrði eða neyðartilvik. Námskeiðið leggur áherslu á að búa til raunverulegar aðstæður til þess að líkja eftir þeim verkefnum og áskorunum sem flugmenn geta þurft að takast á við. 

Að námskeiði loknu öðlast nemandi þau réttindi sem þarf til þess að starfa í fjöláhafnaumhverfi og getur því byrjað að sækja um vinnur hjá flugfélögum.

 

Flughermar í boði:

 • B737-8 MAX

 • B757-200

 • B767-300ER

*Fer eftir bókunarstöðu hverju sinni

Multi Crew Co-operation Course (MCC) námskeið

Lengd námkeiðs: 2 - 3 vikur

Staðnám (3 kvöld):
Farið er yfir helstu þætti sem snýr að áhafnasamstarfi, leiðtogahæfni, samskiptum, samvinnu og ákvörðunartöku. 

Verklegt nám (5 skipti):
Hvert skipti er samtals 6 klukkustundir, þar ef eru 4 klukkustundir í flughermi ásamt bóklegri kennslu fyrir og eftir hvert skipti. 

Til að flugmaður geti starfað af öryggi í flugvél sem þarfnast tveggja flugmanna (fjölstjórnarflugvél), þarf nemandinn að læra nýjar venjur og nýjar samskiptareglur. Starfsreglur um borð í slíkum fjölstjórnarflugvélum eru ólíkar þeim flugvélum sem einungis krefjast eins flugmanns (einstjórnarflugvél). Námskeiðið er hannað til að undirbúa flugmenn fyrir þessa breytingu á starfsumhverfi þeirra. Námskeiðið snýst um að læra undirstöðu samstarfsins s.s.; 

 • sameiginlega ákvarðanatöku, 

 • samskipti, 

 • verkaskiptingu, 

 • notkun gátlista, 

 • gangvirkt eftirlit,

 • samvinnu í gegnum alla þætti flugsins undir venjulegum og óvenjulegum aðstæðum sem og í neyðartilvikum. 

Allt eru þættir sem eru yfirleitt ekki hluti af tegundaáritunum fjölstjórnarflugvéla. Því er krafa samkvæmt reglugerð að flugmenn hafa lokið námskeiði í áhafnasamstarfi áður en tegundaaáritun á fjölstjórnarflugvél hefst.

Inntökuskilyrði

Inntökuskilyrðin eru eftirfarandi:

 • Hafa lokið námi til blindflugsáritunar á fjölhreyfla flugvél (ME IR)

 • Handhafi að CPL(A) skírteini

 • Hafa að lágmarki Ensku Level 4 (ICAO Level 4)​

 • Vera handhafi gilds 1. flokks læknisvottorðs

APS MCC (Airline Pilot Standard MCC) námskeið

Lengd námkeiðs: 6 - 10 dagar

CBT heimavinna: 1 dagur

Verklegt nám (5 skipti):
Hvert skipti er samtals 6 klukkustundir, þar ef eru 4 klukkustundir í flughermi ásamt bóklegri kennslu fyrir og eftir hvert skipti. 

APS MCC námskeiðið er næsta skref eftir að hafa klárað MCC námskeiðið. Í þessu námskeiði eru lögð rík áhersla á þá þætti sem hjálpa flugmönnum að komast inn hjá flugfélögum og auka líkurnar á að komast í gegnum inntökuferli flugfélaga en oftar en ekki er þetta orðin krafa hjá flugfélögum. APS MCC leggur ríka áherslu á handflug, samvinnu og samskipti (CRM), hjálpar nýjum flugmönnum að aðlaga sig að þotuflugi. 

Flughermar í boði:

 • B737-8 MAX

 • B757-200

 • B767-300ER

*Fer eftir bókunarstöðu hverju sinni

APS MCC námið í dag er orðið leiðandi og hefur hjálpað flugmönnum að fá kunnáttu og færni sem krafist er af þeim til þess að takast á við þær áskoranir sem þeirra bíða í starfi flugmanns en í dag eru mörg flugfélög komin með þá kröfu um að umsækjendur um flugmannsstarf hafi lokið APS MCC námskeiði.

B777 takeoff
Inntökuskilyrði

Inntökuskilyrðin eru eftirfarandi:

 • Hafa lokið námi til blindflugsáritunar á fjölhreyfla flugvél (ME IR)

 • Handhafi að CPL(A) skírteini

 • Hafa að lágmarki Ensku Level 4 (ICAO Level 4)​

 • Vera handhafi gilds 1. flokks læknisvottorðs

 • Hafa lokið MCC námskeiði*

* Oft er APS MCC tekið sem eitt heilstætt námskeið en þó er hægt að taka aðeins APS partinn ef flugmaður hefur uppfyllt allar ofangreindar kröfur og áður lokið MCC námskeiðinu.

Hafðu samband


Hafðu samband fyrir frekari upplýsingar. Við hlökkum til að heyra frá þér!

B737 MAX simulator
Airliner cockpit
APS MCC (Airline Pilot Standard MCC) námskeið

APS MCC námskeiðið er næsta skref eftir að hafa klárað MCC námskeiðið. Í þessu námskeiði eru lögð rík áhersla á þá þætti sem hjálpa flugmönnum að komast inn hjá flugfélögum og auka líkurnar á að komast í gegnum inntökuferli flugfélaga, en oftar en ekki er þetta orðin krafa hjá flugfélögum. APS MCC leggur ríka áherslu á handflug, samvinnu og samskipti (CRM). Námskeiðið hjálpar nýjum flugmönnum að aðlaga sig að þotuflugi og umhverfi flugfélaga. 

Lykilatriði:

 • APS MCC er búið til í samstarfi við sum stærstu flugfélög Evrópu, sem sér til þess að þjálfunin uppfyllir þær kröfur sem flugfélög setja á sína flugmenn. Þetta hjálpar nýjum flugmönnum að aðlagast og takast á við þær áskoranir sem þeirra bíða. 

 • Mikil áhersla er lögð á handflug og áhafnasamstarf

 • Markmið nám­skeiðsins er að und­irbúa flug­menn og dýpkta þekkingu þeirra á áhafnasamstarfi og tegundaþjálfun á þotu. Áhersla verður lögð á starf­rækslu flug­manna á þotu, þekk­ingu á eig­in­leikum og afkasta­getu þotna og því hraðasviði sem þær fljúga á.

Flughermar í boði:

B737-8 MAX

B757-200

B767-300ER

*Fer eftir bókunarstöðu hverju sinni

bottom of page