top of page
Image by Cody Fitzgerald

Mættu á kynningu hjá okkur 2. júlí. Smelltu á takkann hér að neðan fyrir frekari upplýsingar.

Áfangaskipt atvinnuflugmannsnám

Þann 2. júlí kl 17:30 ætlum við að bjóða öllum þeim sem áhuga hafa að koma á kynningarfund í húsnæði okkar í Skútuvoginum. Við munum kynna flugskólann og samtvinnaða atvinnuflugmannsnámið og auk þess svara spurningum gesta.

Heimsókn í flugskýli Icelandair
IMG_9479.HEIC
Bóklegt atvinnuflugmannsnám (modular/áfangaskipt)

Nám til atvinnuflugmannsréttinda er spennandi og krefjandi nám fyrir þá sem vilja öðlast réttindi til þess að starfa sem flugmenn. 

Bóklega ATPL námið okkar er fullt nám sem stendur yfir í um það bil 10 mánuði. Kennslan fer fram í húsnæði Flugskóla Íslands í Skútuvogi í Reykjavík. Námið er afar ítarlegt og samanstendur af kennslu í skólastofu auk tölvustuddu námi og er í höndum reynslumikilla kennara. Farið er yfir öll þau fög og viðfangsefni sem eru nauðsynleg til að undirbúa nemendur fyrir próf hjá Samgöngustofu​. Þegar nemandi hefur lokið prófum hjá Samgöngustofu er hann tilbúinn fyrir verklega hluta námsins.

Við hverju má búast:

  • Námslengd: Um það bil 10 mánuðir í fullu námi.

  • Staðsetning: Skútuvogur, Reykjavík.

  • Nám: Kennsla í skólastofu og tölvustutt nám, allt að 810 klst.  

  • Kennarar: Reynslumiklir kennarar sem starfa sem atvinnuflugmenn eða sérfræðingar á því sviði sem þeir sinna kennslu í.

  • Próf: Standast þarf 13 bókleg lokapróf hjá Flugskólanum auk Samgöngustofu til að ljúka bóklega náminu.

Við lok bóklega námsins eru nemendur skrefinu nær að verða atvinnuflugmenn með þá vitneskju og færni til að takast á við verklega atvinnuflugmannsnámið og eiga farsælan feril í fluginu.

Verklegt atvinnuflugmannsnám - Modular / Áfangaskipt

Flugskóli Íslands er í samstarfi við einn stærsta flugskóla Evrópu, Sevenair Academy í Portúgal, og munu allir nemendur sem ljúka áfangaskiptu bóklegu ATPL frá Flugskóla Íslands fá tilboð í verklega hlutann hjá Sevenair Academy. Innifalið í pakkanum er:

  • CPL

  • MEP

  • ME/IR + PBN

  • A-UPRT

  • Fullt fæði og húsnæði á meðan námi stendur í Portúgal

Einnig munu nemendur fá afsláttarkjör á APS MCC námskeiði hjá Flugskóla Íslands sem kennt er í fullkomnum flughermum Icelandair í Hafnarfirði. 

 

DA42 - Sevenair Academy
Inntökuskilyrði

Til þess að skrá sig í námið okkar þarftu að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • Aldur
    Nemandi þarf að hafa náð 18 ára aldri​​

  • Menntun

    • Stærðfræði: Að lágmarki 10 einingar á öðru þrepi.

    • Eðlisfræði: Að lágmarki 6 einingar á öðru þrepi.

    • Enska: Að lágmarki 15 einingar sem samsvara:

      • 10 einingum á öðru þrepi.​

      • 5 einingumá þriðja þrepi.

    • Ath: Ef að einingafjöldi er ekki nægur, geta nemendur tekið inntökupróf í ofangreindum fögum. 

  • Læknisvottorð
    Umsækjandi þarf vera handhafandi EASA Class 2. læknisvottorðs eða EASA Class 1. læknisvottorðs.

  • Skírteini
    Umsæknadi þarf að vera handhafi einkaflugmannskírteinis - PPL (A).

Algengar Spurningar
  • Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

  • Já, það er skyldumæting. Lágmarksmæting er 90%.

  • Við getum ekki bannað nemendum að vinna, en við mælum sterklega gegn því og að nemendur einbeiti sér heilshugar að náminu. Þetta er umfangsmikið nám sem fer fram á stuttum tíma. Krafa er gerð til allra nemenda um að þeir mæti undirbúnir í alla tíma, bæði verklega og bóklega.

     

    Gert er ráð fyrir að nemandinn sé alltaf laus og að hann mæti í þær bókanir sem hann fær. Bóklega námið á Íslandi er einungis kennt á virkum dögum en verkleg kennsla getur farið fram 7 daga vikunnar og ræðst af tiltækum kennurum, flugvélum og flugveðri. Alltaf er þó gert ráð fyrir nægjanlegri hvíld á milli fluga og tíma í undirbúning fyrir flug á meðan á verklegu námi stendur.

  • Smelltu hér til að opna umsóknina. Þegar þú hefur sent hana inn, munum við hafa samband við þig um næstu skref. 

Hafðu samband


Hafðu samband fyrir frekari upplýsingar. Við hlökkum til að heyra frá þér!

bottom of page