top of page
pilot-course-europe-atpl.png

Samtvinnað atvinnuflugmannsnám

Í samstarfi við Sevenair Academy

Mættu á kynningu hjá okkur 2. júlí. Smelltu á takkann hér að neðan fyrir frekari upplýsingar.

Þann 2. júlí kl 17:30 ætlum við að bjóða öllum þeim sem áhuga hafa að koma á kynningarfund í húsnæði okkar í Skútuvoginum. Við munum kynna flugskólann og samtvinnaða atvinnuflugmannsnámið og auk þess svara spurningum gesta.

Sevanair - DA40
Sevenair's Tecnam fleet
Samtvinnað atvinnuflugmannsnám

Nám til atvinnuflugmannsréttinda er spennandi og krefjandi nám fyrir þá sem vilja öðlast réttindi til þess að starfa sem flugmenn. Þeir sem ljúka atvinnuflugmannsnámi hjá Flugskóla Íslands öðlast öll þau réttindi sem flugfélög krefjast við ráðningu flugmanna.

Flugskóli Íslands hefur gert samstarfssamning við einn stærsta flugskóla Evrópu, Sevenair Academy í Portúgal, um að annast verklega hluta flugnámsins.

Námið er samtvinnað atvinnuflugmannsnám (e. Integrated ATPL) sem er skipt upp í þrjá fasa.

  • Bóklegt flugnám

  • Verklegt flugnám

  • Áhafnarsamstarf (APS MCC)

Að loknu námi:

Að loknum fullnægjandi árangri fá nem­endur útgefið atvinnuflug­manns­skír­teini (EASA Part-FCL), ásamt blindflugs- , einshreyfils- og fjölhreyflaáritun auk vottunar á að hafa lokið námskeiði í áhafna­sam­starfi (APS MCC). Skír­teinið veitir flug­manni rétt­indi til að stunda atvinnuflug gegn greiðslu og getur flugmaður sótt um vinnu innan allra aðildarríkja Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA).  Atvinnu­mögu­leikar flug­manna með EASA Part-FCL atvinnuflug­manns­skír­teini eru því margir og fjöl­breyti­legir.

1. ÁFANGI

40

vikur

Staðnám

Bóklegt nám

Reykjavík, Ísland

2. ÁFANGI

52

vikur

Verkleg Kennsla

(Basic og advanced)

Ponte de Sor, Portúgal

3. ÁFANGI

4

vikur

APS MCC

Þjálfun

Reykjavík, Ísland

Bóklegt nám

Bóklega ATPL námið okkar er fullt nám sem stendur yfir í um það bil 10 mánuði. Kennslan fer fram í húsnæði Flugskóla Íslands í Skútuvogi í Reykjavík. Námið er afar ítarlegt og samanstendur af kennslu í skólastofu auk tölvustuddu námi og er í höndum reynslumikilla kennara. Farið er yfir öll þau fög og viðfangsefni sem eru nauðsynleg til að undirbúa nemendur fyrir próf hjá Samgöngustofu​. Þegar nemandi hefur lokið prófum hjá Samgöngustofu er hann tilbúinn fyrir verklega hluta námsins.

Við hverju má búast:

  1. Námslengd: Um það bil 10 mánuðir í fullu námi.

  2. Staðsetning: Skútuvogur, Reykjavík.

  3. Nám: Kennsla í skólastofu og tölvustutt nám.  

  4. Kennarar: Reynslumiklir kennarar sem starfa sem atvinnuflugmenn eða sérfræðingar á því sviði sem þeir sinna kennslu í.

  5. Próf: Standast þarf 13 bókleg lokapróf hjá Flugskólanum auk Samgöngustofu til að ljúka bóklega náminu.

​Við lok þessa náms eru nemendur skrefinu nær að verða atvinnuflugmenn með þá vitneskju og færni til að takast á við verklega námið og eiga farsælan feril í fluginu.

IAT - Class room
Verklegt nám

Flugskóli Íslands hefur hafið samstarf við flugskólann Sevenair Academy sem staðsettur er við Ponte de Sor flugvöllinn í Portúgal en með þessu samstarfi þá getum við boðið uppá glænýja leið til þess að gerast atvinnuflugmaður á Íslandi. Verklegi hluti námsins fer fram í Portúgal hjá Sevenair Academy. Þetta hefur í för með sér margvíslega kosti en bara veðurfarið á Íslandi setur oft stórt strik í reikninginn þegar flugnám er annars vegar. 

Við hverju má búast:

  1. Staðsetning: Verklega þjálfunin fer fram á Ponte de Sor flugvellinum (LPSO) í Portúgal, en Sevenair Academy er einn stærsti flugskóli í Evrópu. 

  2. Kostir við Ponte de Sor flugvöllinn:

    • Stór floti: Þú hefur aðgang að stórum flota nýrra flugvéla, en flotinn samanstendur af 43 flugvélum og 5 flughermum.

    • Veður: Veðurfarið í Portúgal er frábrugðið því sem við þekkjum frá Íslandi. Í Ponte de Sor eru yfir 320 daga á ári með hagstæðum veðurskilyrðum til flugs, sem þýðir að hægt er að fljúga nánast daglega. Þetta hefur í för með sér að skipulagning verklega námsins verður hagkvæmari og markvissara fyrir nemendann.

  3. Aðstaða: Sevenair Academy hefur upp á að bjóða aðstöðu eins og hún gerist best til flugkennslu, mikill fjöldi flugvéla, fjölda flugherma, 3 stór flugskýli, fullkomna viðhaldsaðstöðu, kennslustofur og aðstöðu fyrir verklegt flugnám. Þá hefur Sevenair Academy heimavist fyrir allt að 300 flugnema sem veitir flugnemum frábært tækifæri kynnast öðrum flugnemum, læra í umhverfi þar sem allir eru að vinna að sama marki, mynda sambönd og eignast vini í greininni fyrir lífstíð. 

  4. Þjálfun: Sevenair Academy leggur mikið upp úr gæðum kennslunnar og námsins og hefur meðal annars hlotið gæðavottun frá samtökum sem kallast Airline Pilot Club (APC). APC sérhæfa sig í gæðaúttektum á flugskólum með það að markmiði að veita nemum frá ákveðnum flugskólum forgang í vinnu hjá ýmsum flugrekendum. Fjöldi kennara starfa við skólann, jafnt nýir upprennandi kennarar sem og starfandi atvinnuflugmenn innan flugfélaga í Portúgal. Það má búast við góðri og yfirgripsmikilli flugþjálfun með aðgang að nýjustu tækni og flota sem styður við námið. 

Fyrir nánari upplýsingar, ýttu hér.

Sevenair's fleet
Sevenair flight simulator
Sevenair's DA42
Sevenair's DA42
Sevenair flight simulator
Algengar Spurningar
  • Nei, það er engin krafa um fyrri reynslu áður en námið hefst.

  • Að loknu náminu, þá munt þú útskrifast með eftirfarandi réttindi:

    • EASA CPL(A) - Atvinnuflugmannsskírteini 

    • Einshreyfilsáritun (SEP)

    • Fjölhreyflaáritun (MEP)

    • Blindflugsáritun (IR)

     

    Ásamt því þá muntu ljúka eftirfarandi námskeiðum

    • APS MCC - Áhafnasamstarfsnámskeið

    • A-UPRT - Advanced Upset Prevention and Recovery Training

  • Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

  • Áralöng reynsla okkar af flugkennslu og rekstri flugskóla hefur kennt okkur að vegna veðurfars, takmarkana á kennsluflugi, smæðar markaðarins og fjölda annarra þátta getur verkleg flugkennsla á Íslandi reynst erfið. Portúgal hefur uppá bjóða frábært veður nánast allt árið um kring sem hentar vel til flugkennslu og bíður nemendum upp á að fljúga oftar og reglulega. Stór flugfloti Sevenair Academy, frábær aðstaða og umhverfi auk aðgeni að flugvirkjum,  lágmarkar tafir í námi. Flest allir stærri flugskólar innan Norður-Evrópu hafa farið þá leið að úthýsa verklegu námi til landa þar sem veðurskilyrði og kennsluaðstaða er með betra móti til að allt námið geti gengið vel fyrir sig. Að fara í samstarf við flugskóla sem vinnur eftir sömu EASA reglugerðarstöðlum og við hér á Íslandi tryggir gæði námsins og að eftirlit sé með sambærilegum hætti og við þekkjum úr okkar umhveri. Allt þessir þættir tryggja gæði námsins og gerir það að verkum að námið gengur hraðar fyrir sig og nemdur lendi í óþarfa töfum. 

  • Here at Icelandic Aviation Training, we have 20 - 30 years of experience of running a flight school and after visiting Sevenair Academy we very extremely pleased with what they had to offer. 

    We completed an extensive research and comprehensive quality assessment on both the facilities and the training done at Sevenair Academy. 

    Not only did Sevenair Academy get our approval but they are also approved by the Airline Pilot Club (APC) which is a leading aviation industry consultancy and they only endores high-quality ATOs.

    You can read more about APC here.. 

    Við hjá Flugskóla Íslands höfum um 20 - 30 ára reynslu af rekstri flugskóla og eftir að hafa heimsótt Sevenair Academy, þá vorum við virkilega ánægð með það sem skólinn hafði uppá að bjóða og öll aðstaða reyndist til fyrirmyndar.

    Við fórum í mikla rannsóknarvinnu til þess að velja réttan flugskóla til þess að vera í samstarfi við, auk þess gerðum ítarlega gæðaúttekt á aðstöðu og kennslu Sevenair Academy. Við getum því sagt það með stolti að þeir komu virkilega vel út úr þeirri úttekt og við erum virkilega stolt af því að hafa náð samningum við Sevenair Academy og okkar samstarfi. 

    Sevenair Academy hefur hlotið gæðavottun frá hinum virtu samtökum Airline Pilot Club (APC). Þetta eru samtök sem eru leiðandi á sínu sviði þegar kemur að úttektum á flugskólum og gæðakröfum og -stöðlum sem þeir fylgja.

    Hægt er að kynna sér APC nánar hér.

  • Námið fer fram í Reykjavík og Ponte de Sor í Portúgal. Náminu er skipt upp í þrjá fasa en fyrsti fasinn er bóklegt atvinnuflugmannsnám sem fer fram í Reykjavík. Að loknu bóklega náminu hefst verkleg flugkennsla sem fer fram í Ponte de Sor í Portúgal en verklega námið er kennt af Sevenair Academy. Þegar því er lokið, þá er tekið APS MCC námskeið hjá okkur sem fer fram í Reykjavík.

  • Námið er sett upp þannig að hægt sé að klára það á um það bil tveimur árum, en þá er gert ráð fyrir því að öll próf séu kláruð í fyrstu setu og að nemandi þurfi enga aukaþjálfun. 

    Bóklegt kennsla: 40 vikur

    Verkleg kennsla: 52 vikur

    APS MCC: 4 vikur

    *Lengd námsins er byggð á lágmarkskennslu og lágmarks flugtímum.

    **Hámark lengd samtvinnaðs atvinnuflugmannsnáms eru 36 mánuðir. 

     

  • Já, gisting og fullt fæði er innifalið í 12 mánuði. Gist er í 2 manna herbergjum á heimavist (e. campus) Sevenair Academy við Ponte de Sor flugvöllinn. Húsnæðið er nýuppgert og allt hið glæsilegasta og býður einnig upp á líkamsræktaraðstöðu, þvottaaðstöðu og mötuneyti. Inni í fullu fæði eru 3 máltíðir á dag, morgunverður, hádegisverður og kvöldverður, 7 daga vikunnar.

  • Já, það er skyldumæting. Lágmarksmæting er 90%.

  • Við getum ekki bannað nemendum að vinna, en við mælum sterklega gegn því og að nemendur einbeiti sér heilshugar að náminu. Þetta er umfangsmikið nám sem fer fram á stuttum tíma. Krafa er gerð til allra nemenda um að þeir mæti undirbúnir í alla tíma, bæði verklega og bóklega. Gert er ráð fyrir að nemandinn sé alltaf laus og að hann mæti í þær bókanir sem hann fær. Bóklega námið á Íslandi er einungis kennt á virkum dögum en verkleg kennsla getur farið fram 7 daga vikunnar og ræðst af tiltækum kennurum, flugvélum og flugveðri. Alltaf er þó gert ráð fyrir nægjanlegri hvíld á milli fluga og tíma í undirbúning fyrir flug á meðan á verklegu námi stendur.

  • Námið er lánshæft hjá Menntasjóði námsmanna í samræmi við reglur sjóðsins.

  • Fyrir handhafa einkaflugmannsskírteinis, PPL (A) eða PPL (H) sem sækja um hjá okkur í samtvinnaða atvinnuflugmannsnámið þá gildir reglugerð Flugöryggissamtaka Evrópu (EASA) um skírteini.

    Fjöldi tíma sem metnir eru verður breytt í íslenskar krónur (ISK) og mun dragast frá heildarverðinu. EASA reglugerðin er þannig að fyrir PPL (A) eða PPL (H) handhafa, þá er hægt að meta allt að 50% af flognum tímum upp að hámarki 40klst eða 45klst ef að handahafi einkaflugmannsskírteinisins sé með næturáritun. Þar af mega að hámarki 20klst teljast til flugkennslu með flugkennara. 

    Fyrir frekari upplýsingar, hafðu samband við okkur. 

Inntökuskilyrði

Til þess að skrá sig í námið okkar þarftu að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • Aldur
    Nemandi þarf að hafa náð 18 ára aldri

  • Menntun
    Nemandi þarf að hafa lokið stúdentsprófi.

  • Læknisvottorð
    Nemandi þarf að sækja um eða vera handhafandi EASA Class 1. læknisvottorðs fyrir flug. 

  • Sakavottorð

Hafa hreint sakavottorð til að geta undirgengist bakgrunnsskoðun viðeigandi aðila vegna aðgangsheimilda að flugvöllum.​

  • Standast inntökupróf Flugskóla Íslands
    Standast inntökupróf hjá Flugskóla Íslands. Flugskóli Íslands notast við inntökupróf frá Symbiotics Ltd sem er fyrirtæki sem sérhæfir sig í slíkum prófum fyrir flugskóla, flugfélög og önnur fyrirtæki. Þessi inntökupróf eru sambærileg þeim sem samstarfskóli okkar Sevenair Academy notast við. Ferlið skiptist í tvo mismunandi þrep og svo viðtal. Öll prófin fara fram á ensku nema viðtalið fer fram á íslensku.

Þrep 1

  • Umsækjendur þurfa að þreyta enskupróf, FAST-próf (n.k. streitupróf) og rökfræðipróf.

Umsækjandi leysir verkefni heima fyrir í gegnum tölvu eða spjaldtölvu. Nemendur þurfa að ná ásættanlegum niðurstöðum úr 1. þrepi til að komast áfram í 2. þrep.

 

Þrep 2

  • Umsækjendur þreyta persónuleika-, stærðfræði, eðlisfræði- og samhæfingapróf.

Þrep 2 er framkvæmt í húsnæði Flugskóla Íslands. Umsækjendur sem standast 2. þrepið fara svo í lokaþrep inntökuferlisins sem er viðtal framkvæmt af yfirkennurum og/eða öðrum stjórnendum Flugskóla Íslands.

Hafðu samband


Hafðu samband fyrir frekari upplýsingar. Við hlökkum til að heyra frá þér!

1. ÁFANGI

40

vikur

Staðnám

Bóklegt nám

Reykjavík, Ísland

2. ÁFANGI

52

vikur

Verklegt nám

(Basic og advanced)

Ponte de Sor, Portúgal

3. ÁFANGI

4

vikur

APS MCC

Þjálfun

Reykjavík, Ísland

bottom of page