Reykjavík, Ísland
Við erum staðsett í Skútuvogi 13A í Reykjavík. Þar höfum við okkar skrifstofur, fundarherbergi og kennslustofu.

Reykjavík, Ísland
CAE ICELANDAIR Flight Training rekur flughermana sem við notumst við á Íslandi. Þar er boðið upp á eitt flottasta þjálfunarsetur Evrópu. Þeir reka þrjá Full Flight Flugherma (FFS), B737-8 (MAX), B757-200 (FPDS) og B767-300ER (FPDS) sem við notumst við. Einnig er boðið uppá aðstöðu til þess að æfa flugliða við ýmsar aðstæður, t.a.m. eld og reyk, að setja upp björgunarbáta og reykköfun. Fyrirhugað er að bæta við fullkomnum Airbus A320 flughermi síðari hluta árs 2025 sem mögulega gæti nýst í APS MCC námi við Flugskóla Íslands.

Ponte de Sor, Portugal
Verkleg atvinnuflugmannskennsla fer fram hjá samstarfsaðila okkar Sevenair Academy sem hefur aðstöðu í Ponte de Sor í Portúgal. Ponte de Sor er staðsett inni í landi, í rúmlega klukkustundar akstursfjarlægð frá Lissabon. Staðsetning flugvallarins býður upp á rúmlega 320 flugdaga á ári sem gerir þetta að kjörinni staðsetningu fyrir flugkennslu. Þar er boðið upp á fjölbreyttan og flottan flota af 43 flugvélum, flestum mjög nýlegum með nýjustu mælitækjum, en einnig hafa þeir yfir að ráða 5 flughermum sem notaðir eru í atvinnuflugmannsnámi. Þetta tryggir nemendum að verklega kennslan fer fram með reglubundum hætti og mun því ganga hraðar fyrir sig.
Sevenair Academy býður upp á gistiaðstöðu fyrir nemendur en þar er um að ræða 145 tveggja manna herbergi með sér baðherbergi og interneti inniföldu ásamt þrifþjónustu. Á staðnum er stórt mötuneyti þar sem boðið er upp á morgun-, hádegis-, og kvöldmat auk líkamsræktar.