top of page

Slogan goes here

UM OKKUR

REYNSLA

SVEIGJANLEIKI

Við bjóðum upp á mikinn sveigjanleika þegar kemur að staðsetningu og tímabókunum fyrir viðskiptavini okkar.

Kennararnir okkar hafa kennt fyrir bæði lítil og stór flugfélög víðsvegar um Evrópu, þar með talið Icelandair, DHL AIR UK, European Air Transport, Olympus Airways, Bluebird Nordic, Smartlynx, Norlandair og Mýflug svo eitthvað sé nefnt.

HÁGÆÐA ÞJÁLFUN OG PERSÓNULEG ÞJÓNUSTA

Flugskóli Íslands er byggður á traustum grunni og leggur áherslu á gæði þjálfunar og kennslu. Starfsfólk okkar hefur langa reynslu í störfum og þjálfun innan fluggeirans. Okkar markmið er að útskrifa vel þjálfaða flugmenn sem eru undirbúnir til að takast á við allar þær áskoranir sem þeirra bíður.

UM OKKUR


Flugskóli Íslands er samþykktur flugskóli (IS.ATO.012) undir eftirliti Samgöngustofu (ICETRA) og starfar í fullu samræmi við staðla Flugöryggisstofununar Evrópu (EASA) og Eftirlitsstofnunar ESB.

Flugskóli Íslands var stofnaður af reyndum þjálfunarflugstjórum og flugkennurum sem eiga það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á flugi og flugnámi. Við höfum yfir 30 ára reynslu á sviði atvinnuflugs, rekstri flugskóla, flugkennslu og einnig sem prófdómarar.

Okkar markmið er að veita framúrskarandi þjónustu til bæði einstaklinga og flugfélaga. Við bjóðum samþætt atvinnuflugmannsnám, tegundaráritanaþjálfun og margvíslega þjónustu sem snýr að kennslu og þjálfun. Kennarar okkar eru allir starfandi atvinnuflugmenn, flugliðar eða sérfræðingar á sínu sviði, með mikla reynslu í kennslu og þjálfun innan fluggeirans.

SANNGJÖRN VERÐLAGNING

Hjá Flugskóla Íslands leggjum við okkur fram við að veita afburða þjónustu á sanngjörnu verði.

Airbus cockpit

Flughermar

Fyrir neðan má finna þá flugherma sem eru samþykktir fyrir okkar námskeið. Við eigum von á að fá fleiri flugherma samþykkta eftir því sem skólinn okkar stækkar. Sé þess þörf, getum við auðveldlega bætt við fleiri flughermum.

 • B737 -8 (MAX) - Reykjavik, Iceland (EU-A0186)

 • B737-300 (CL) - Paris, France (FR-154) ​

 • B737-800 (NG) - Paris, France (FR-1132)

 • B757-200W - Reykjavik, Iceland (EU-A0066)​

 • B767-300ER - Reykjavik, Iceland (EU-A0187)​

 • B767-300ER - Paris, France (FR-140)

 • B767-300ER - Frankfurt, Germany (DE-1A-039)

 • B767-300ER - Gatwick, UK (EU-DK178C)

 • B767-300ER - Brussels, Belgium (EU-DK162)

 • Twin Otter DHC-6 - Toronto, Canada (EU-CH126/CU)

 • King Air B200 - Franborough, UK (EU-UKFS367)​

 • King Air B200 - Oslo, Norway (EU-DK1191)

 

*Flughermar notaðir í atvinnuflugmannsnámi eru sumir hverjir samþykktir á kennsluleyfi Sevenair Academy.

ATO samþykki

Fyrir neðan má finna hlekk á leyfið okkar sem er útgefið af Samgöngustofu (ICETRA)

 

bottom of page